Vörulýsing
Bio Skin Nourishing spreyið er vísindalega þróað sem dagleg náttúruleg meðferð fyrir börn með mjög þurra og viðkvæma húð. Eins og Bioskin Dermasprey fyrir fullorðna þá er spreyið þróað til þess að styrkja húðina svo hún verði heilbrigðari og sterkar fyrir sýkingum og þurrki.
Spreyið er uppfullt af vítamínum og steinefnum ásamt náttúrulegum innihaldsefnum sem hjálpa húðinni að styrkja sig.